26.5.08

Á leið til Montenegro ...

í eitt skipti ætlum við að bregða útaf vananaum og fara aftur í sumarfrí á sama staðinn. Svartfjallaland heillaði gjörsamlega þegar við vorum þar um árið og nú ætlum við aftur. Guðrún, Jói og krakkarnir ætla með þannig að þetta verður mikið fjör...

Leggjum af stað í bítið næstkomandi fimmtudag og höldum sem leið liggur til London. Fljúgum svo frá Gatwick með British Airways til Dubrovnik á föstudaginn. Á von á að starfsmenn hótelsins sæki okkur og með þeim förum við svo frá Króatíu og yfir til Svartfjallalands og á okkar ágæta hótel Perla.

Það verður legið í leti og svamlað í sjónum á milli þess sem það markverðasta verður skoðað.

Á von á að reyna að komast í tölvu til að setja inn færslur um ferðina. En væntanlega verða þær nú ekki eins ítarlegar og um árið enda þær allar til.

1 comment:

Laufey Sif said...

Mig langar svo meeeeð!!
...góða ferð :*